Ýmis bréf

Rannsókn evrópskra persónuverndarstofnana á öryggi SWIFT greiðslumiðlunar

14.11.2013

Persónuvernd og systurstofnanir hennar í öðrum Evrópuríkjum eiga með sér náið samstarf, einkum um álitaefni sem varða vinnslu persónuupplýsinga í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og vinnslu sem felur í sér flutning persónuupplýsinga milli ríkja. Nú hafa persónuverndarstofnanir í Hollandi og Belgíu hafið úttekt á alþjóðlega greiðslumiðlunarkerfinu SWIFT, í ljósi ábendinga um að erlendar leyniþjónustur, hugsanlega bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, kunni að hafa öðlast ólögmætan aðgang að kerfinu.

Persónuvernd og systurstofnanir hennar í öðrum Evrópuríkjum eiga með sér náið samstarf, einkum um álitaefni sem varða vinnslu persónuupplýsinga í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og vinnslu sem felur í sér flutning persónuupplýsinga milli ríkja.

Meðal þeirra viðfangsefna sem stofnanirnar eiga nú í samstarfi um er að upplýsa hvert sé eðli og umfang nánar tiltekinnar vinnslu bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar á persónuupplýsingum um almenning í ríkjum á EES, einkum upplýsingum sem aflað er hjá eða frá fjarskiptafyrirtækjum, t.d. í svonefndu PRISM verkefni þjóðaröryggisstofnunarinnar.

Nú hafa persónuverndarstofnanir í Hollandi og Belgíu hafið úttekt á alþjóðlega greiðslumiðlunarkerfinu SWIFT, í ljósi ábendinga um að erlendar leyniþjónustur, hugsanlega bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, kunni að hafa öðlast ólögmætan aðgang að kerfinu. Höfuðstöðvar SWIFT eru í Belgíu og önnur starfsstöð mun vera í Hollandi. Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu hollensku persónuverndarstofnunarinnar.Var efnið hjálplegt? Nei