Umboðsmaður lýkur máli varðandi eftirlitsmyndavél

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið umfjöllun um kvörtun yfir meðferð Persónuverndar á máli vegna eftirlitsmyndavélar í bílastæðahúsi. Persónuvernd hafði gert vettvangsathugun til að ganga úr skugga um tilvist vélarinnar. Athugun hennar leiddi ekki í ljós að slík vél væri til staðar og hafði hún þá fellt málið niður. Umboðsmaður féllst á að Persónuvernd mætti gera slíka athugun, en taldi að henni hafi borið að gera tilraun til að gera aðila viðvart þegar hún kom í bílastæðahúsið.

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið umfjöllun um kvörtun yfir meðferð Persónuverndar á máli vegna eftirlitsmyndavélar í bílastæðahúsi. Persónuvernd hafði gert vettvangsathugun til að ganga úr skugga um tilvist vélarinnar. Sú athugun hennar leiddi ekki í ljós að slík vél væri til staðar og þá felldi hún málið niður. Umboðsmaður felldi málið einnig niður en benti þó á að þegar Persónuvernd komi á vettvang - í slíkum tilvikum sem þessum - skuli hún gera tilraun til að gera aðila viðvart.

Bréf Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 7094/2012



Var efnið hjálplegt? Nei