Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (aldursgreining með heildstæðu mati)

Mál nr. 2020112871

1.12.2020

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (aldursgreining með heildstæðu mati), 230. mál.

Persónuvernd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis frá 17. nóvember 2020 um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (þskj. 233, 230. mál á 151. löggjafarþingi).

Með frumvarpinu er lagt til að framkvæmd aldursgreiningar verði breytt á þann veg að hún fari fram með heildstæðu mati án líkamsrannsóknar þegar grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða og ekki er hægt að staðfesta það með óyggjandi hætti.

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en áréttar að við framkvæmd hins heildstæða mats, sem vísað er til í frumvarpinu, verði gætt í einu og öllu að lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þegar unnið er með persónuupplýsingar umræddra einstaklinga.

F.h. Persónuverndar,

Helga Sigríður Þórhallsdóttir                                   Rebekka Rán Samper



Var efnið hjálplegt? Nei