Umsagnir

Umsögn um reglugerð mennta- og menningarmálaráðuneytisins

5.8.2011

Persónuvernd hefur veitt umsögn um reglugerð um upplýsingaskyldu framhaldsskóla um skólahald, aðra kerfisbundna skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur.

Umsögn um reglugerð um upplýsingaskyldu framhaldsskóla um skólahald, aðra kerfisbundna skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur.


Persónuvernd vísar til bréfs mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18. maí sl., þar sem óskað er umsagnar Persónuverndar um reglugerð um upplýsingaskyldu framhaldsskóla um skólahald, aðra kerfisbundna skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur. Reglugerðin á sér stoð í 2. mgr. 55. gr. laga um framhaldsskóla.

Persónuvernd verkur athygli á því að í 3. gr. er gert ráð fyrir skráningu persónuupplýsinga um þjóðerni nemenda. Slíkar upplýsingar eru viðkvæmar í lagaskilningi. Í því felst að skýr lagaheimild þarf að standa til þess að skrá þær. Í öðru lagi bendir Persónuvernd á að í sömu grein segir að skrá skuli „stöðu“ nemanda. Hér þarf að skýra nánar hvað við er átt.

Að öðru telur Persónuvernd að ekki séu efni til sérstakra annarra athugasemda af sinni hálfu við umrædd reglugerðardrög.



Var efnið hjálplegt? Nei