Leyfisveitingar í apríl, maí og júní 2009

 

Í mánuðunum apríl, maí og júní voru gefin út 27 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í mánuðunum apríl, maí og júní voru gefin út 27 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/798 – Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir, Helga Ögmundsdóttir, prófessor og Vilhelmína Haraldsdóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vefjameinafræðileg greining, klínísk einkenni og afdrif sjúklinga með Waldenströms Macroglobulinemiu“.

2009/117 – Helga Lára Helgadóttir, fékk endurútgefið leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Verkjamat hjá eins til fjögurra ára börnum: Forprófun á verkjamatskvarða“.

2009/321 – Sigrún Garðarsdóttir, yfiriðjuþjálfi á LSH, Sigþrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi og Páll E. Ingvarsson, læknir á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Framfarir í athöfnum daglegs lífs eftir færnibætandi handaskurðaðgerðir á mænusköðuðum Íslendingum“.

2009/339– Kristrún Kristinsdóttir, f. h. dómsmálaráðuneytisins, fékk heimild til miðlunar persónuupplýsinga til Ólafar Marínar Úlfarsdóttur, meistaranema að lögum við Háskólann í Reykjavík, vegna rannsóknar hinnar síðarnefndu undir heitinu: „Ættleiðingar síðastliðin tíu ár“.

2009/147 –  Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE) og Þorvaldur Jónsson dr. med. Fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegan rannsóknarinnar „Rannsókn á erfðum æxla í miðtaugakerfi“.

2009/153 – Pálmi Jónsson læknir, fékk leyfi til öflunar upplýsinga úr RAI-gagnagrunninum vegan rannsóknar undir yfirskriftinni „Rannsókn á erfðum langlífis“.

2009/144 – Dagmar Kristín Hannesdóttir, sálfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vitsmunaþroski barna með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD): Styrkleikar og veikleikar metnir með greindarprófi Wechslers (WISC-IVIS, WPPSI-RIS)“. 

2009/337 – Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, prófessor og yfirlæknir á LSH, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun og árangur af sárasogsmeðferð á Íslandi 2008“. 

2009/339 –  Ólöf Marín Úlfarsdóttir, nemandi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, fékk leyfi til aðgangs að gögnum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ættleiðingar síðastliðin tíu ár“. 

2009/269 –  Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, og Sigfús Nikulásson, sérfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á góðkynja og illkynja æxlum með uppruna í hóstakirtli. 

2006/454 – Gunnar Guðmundsson, læknir, fékk leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi varðandi rannsókn á faraldsfræði og erfðum lungnatrefjunar. 

2009/434– Herdís Sveinsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, og Rannveig J. Jónasdóttir, nemi í meistaranámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fengu um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilsutengd lífsgæði og einkenni áfallastreituröskunar hjá einstaklingum 3 til 15 mánuðum eftir útskrift af gjörgæsludeild - lýsandi þverskurðarrannsókn“. 

2009/220 –  Helgi Þór Ingason, dósent við Háskóla Íslands og Hulda Guðmundsdóttir MPM, verkfræðingur á heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afhjúpun á hegðun sjúklingaflæðis í gegnum Landspítala og gerð forspárlíkans um framboð og eftirspurn á rúmum“. 

2009/421 – Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif kæfisvefnsmeðferðar á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. 

2009/380 – Ingibjörg Hilmarsdóttir, sérfræðilæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, dags. 11. maí 2009, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði Giardia lamblia á Íslandi: arfgerðagreining á Giardia sem greinst hefur í saursýnum manna“. 

2009/479 – Friðbjörn Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir á Landspítalanum, og Kristín Skúladótt, hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, og Ástu Dís Óladóttur, forseta viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst, dags. 25. maí 2009, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ristilkrabbamein, kostnaður vegna sjúkdóms og skimunar“. 

2009/473 – Helgi Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrár Íslands, og Landlæknisembættisins, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Metformin, sulfonurealyf og krabbamein“. 

2009/421 – Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild LSH, og Halldóra Brynjólfsdóttir, lífeðlisfræðingur á lungnadeild LSH, fengu viðbótarleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðþrýstingur kæfisvefnssjúklinga (miðlægar- og sólarhringsmælingar) - tengsl við starfsemi æðaþels og áhrif meðferðar“. 

2009/536 –  Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Landspítala, og Þorgerður Guðmundsdóttir, deildarlæknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýrnahettukrabbamein á Íslandi“. 

2009/484 – Viðar Arnar Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, og Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Arfgengar orsakir nýrnasteina og nýrnabilunar. Þættir sem stuðla að steinamyndun og nýrnasjúkdómi hjá sjúklingum með adenínfosfóríbósyltransferasa-skort og 2,8-díhydroxýadenínmigu.“ 

2009/468– Atli F. Magnússon, atferlisfræðingur, Helga Kristinsdóttir, sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Anna Lind Pétursdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð, og Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur stöðvarinnar, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Mat á árangri snemmtækrar, heildstæðrar atferlisíhlutunar fyrir börn í áhættuhópi fyrir þroskahömlun“. 

2009/520 – Rósa Björk Barkardóttir, fékk leyfi til flutnings líssýna úr landi varðandi rannsóknina „Leit að erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“. 

2009/219 – Halldóra D. Gunnarsdóttir, fyrir hönd Barnaverndar Reykjavíkur, fékk heimild til miðlunar upplýsinga til Unnar Agnesar Jónsdóttur vegna rannsóknarinnar: „Fósturráðstafanir. Umgengnisréttur kynforeldra og réttarstaða fórsturforeldra við ákvörðun um slíkan umgengnisrétt“.  

2009/569 –  Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á Landspítalanum, Jón Magnús Kristjánsson, Slysa- og bráðalæknir á Landspítalanum og William Kristjánsson, læknanemi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hestaslys, orsakir og afleiðingar“.

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei