Leyfisveitingar í janúar, febrúar og mars 2009

Í mánuðunum janúar, febrúar og mars voru gefin út 60 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í mánuðunum janúar, febrúar og mars voru gefin út 60 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/769 – Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að upplýsingum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands vegna rannsóknarinnar: „Áverkadauði Íslendinga 1996-2007.“

2008/918 - Karl K. Andersen, sérfræðingur í lyf- og hjartalækningum á Landspítala, Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í lyf- og hjartalækningum á Hjartamiðstöðinni ehf., Þorvaldur Magnússon, sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum á Læknasetrinu ehf., og Árni Kristinsson, forstöðulæknir á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð, fasa 2, tvíblind, fjölsetra samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta áhrif LCI699 á kortisól hjá sjúklingum með háþrýsting. Rannsóknaráætlun CLCI699A2215“.

 

2008/890 – Felix Valsson, læknir á svæfinga og gjörgæsludeild LSH, og Gísli Heimir Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor á svæfinga og gjörgæsludeild LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur kælimeðferðar hjá sjúklingum eftir hjartastopp“.

 

2008/550 – Friðbert Jónasson fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar á augum (AGES: Ages, Gene/Environment Susceptibility Study- The Reykjavík Study of Healthy Aging for the New Millenium).

 

2008/892 –  Uggi Þ. Agnarsson, Jón V. Högnason og Guðmundur Þorgeirsson, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Embolia pulm (lungnarek) greint á Landspítala 2005-7. Hægri hjartabilun og önnur hjartaeinkenni við lungnarek.“ 

 

2008/904 – Margrét Gústafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hvíld og virkni: Mat á svefnörðugleikum hjá sjúklingum með heilabilun á hjúkrunarheimili“.

 

2008/967 – Kristín Valgerður Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Landspítala, Ásta Jóna Ásmundsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítala, Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á Landspítala, Guðrún K. Blöndal, deildarstjóri á Landspítala, og Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, forstöðufélagsráðgjafi á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif geðheilbrigðisþjónustu á lífsgæði geðfatlaðra í Hátúni 10. Sjónarhorn notenda“.

 

2009/16 – Halla Skúladóttir, yfirlæknir á Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hefur tjáning insulin-like growth factor viðtakans (IGFR) í lungnavef áhrif á horfur sjúklinga með lungnakrabbamein?“.

2008/917 – Karl K. Andersen, Axel F. Sigurðsson, Þorvaldur Magnússon og Árni Kristinsson, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Slembiraðaðrar, tvíblindrar, fasa 2, samhliða, fjölsetra rannsóknar til að meta verkun og öryggi mismunandi skammta LCI699 samanborið við lyfleysu og virkt lyf eftir 8 vikna meðferð hjá sjúklingum með þrálátan háþrýsting.“

 

2008/835 – Gísli Heimir Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráð nýrnabilun hjá gjörgæslusjúklingum á LSH“.

 

2008/167 –  Rósa Björk Barkardóttir yfirnáttúrufræðingur hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir og Bjarni A. Agnarsson meinafræðingur fengu leyfi til flutnings lífsýna úr landi vegna rannsókninarinnar „Leit að fleiri erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“.

 

2008/50 – Jóhann Ágúst Sigurðsson, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tilvísanir til hjartalækna“.

 

2008/920– Jakob Kristinsson, dósent, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Banvænar eitranir meðal fíkla á Norðurlöndum 2007“.

 

2009/2 –  Sigurgeir T. Höskuldsson, læknir, og Hannes Sigmarsson, yfirlæknir heilsugæslu Fjarðarbyggðar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samantekt Heilsugæslustöðvar Fjarðarbyggðar árið 2008“.

 

2009/65 – Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor og yfirlæknir Krabbameinsskrár, Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, og Páll Helgi Möller, dósent og yfirlæknir á handlækningadeild Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Einkenni og stigun krabbameina í ristli á Íslandi 1995-2004. -Tengsl einkenna við meinafræði æxlanna-“.

 

2008/911 – Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, dr. med, sérfræðingur í innkirtla-og efnaskiptasjúkdómum á LSH, Ásta Dögg Jónasdóttir, deildalæknir á lyflækningadeild LSH, og Pétur Sigurjónsson, deildarlæknir á gjörgæslu- og svæfingadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vanstarfsemi heiladinguls við höfuðáverka eða innanskúmsblæðingar“.

 

2008/965 – Anna Birna Almarsdóttir, prófessor á Lyfjafræðideild HÍ, og Ingunn Björnsdóttir, forstöðumaður RUL, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið ,,Lyf við langvinnum sjúkdómum - þróun aðferðarfræði til notkunar lyfjagagnagrunns við rannsóknir á meðferðarheldni og nýtingu lyfja.”

 

2008/958 – Gunnar Geir Gunnarsson, verkefnastjóri slysaskráninga, fyrir hönd Umferðarstofu, fékk leyfi til miðlunar persónuupplýsinga til Kristrúnar Guðmundsdóttur og Ragnheiðar Erlu Eiríksdóttur vegna rannsóknar er varðar vélhjólaslys á Íslandi á árunum 2003 til 2007.

 

2008/958 – Ágúst Mogensen, fyrir hönd Rannsóknarnefndar umferðarslysa, fékk leyfi til miðlunar persónuupplýsinga til Kristrúnar Guðmundsdóttur og Ragnheiðar Erlu Eiríksdóttur vegna rannsóknar er varðar vélhjólaslys á Íslandi á árunum 2003 til 2007.

 

2008/958 –  Ásta Steinunn Thoroddsen, dósent, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vélhjólaslys á Íslandi“.

 

2009/117 – Helga Lára Helgadóttir, og Helga Eiríksdóttir fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Verkjamat hjá eins til fjögurra ára börnum: Forprófun á verkjamatskvarða“.

 

2009/173– Sveinn Óskar Sigurðsson, fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif fasteignaverðs á húsnæðislið vísitölu neysluverðs“.

 

2008/982 –  Þóra Steingrímsdóttir, fæðingalæknir á kvennadeild Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Styrkur gallsýra í naflastrengsblóði“.

 

2009/47 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og dr. Ástráður Hreiðarsson, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra, fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Rannsóknar á erfðum fullorðinssykursýki (type II diabetes; T2d)“.

 

2009/104 –  Guðmundur Skarphéðinsson, sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Þáttagreining Skimunarlista einhverfurófs (ASSQ)“.

 

2009/49 – María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, MD, Phd, Davíð Gíslason, yfirlæknir, og Þórarinn Gíslason, yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „FAST fæðuofnæmisrannsókn“.

 

2009/77– Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, og Herdís Þórisdóttir, sjúkraþjálfari, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði mænuskaða í slysum á Íslandi frá 1973 til 2008“.

 

2009/81 –  Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á Landspítala Fossvogi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ofbeldi, orsakir og afleiðingar“.

 

2009/246 – Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs barnahjúkrunar, og Margrét Eyþórsdóttir, barnahjúkrunarsérfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhættueftirlit á Vökudeild - nýburar sem koma inn til eftirlits í skamman tíma“.

 

2007/474 –  Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson læknir og forstjóri ÍE og læknarnir Guðmundur Þorgeirsson, Karl Andersen, Sigurður Páll Scheving, Torfi Jónsson, Þorbjörn Guðjónsson og Þórarinn Guðnason, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Rannsóknar á faraldsfræði og kortlagningar áhættugena kransæðasjúkdóms og bráðs kransæðaheilkennis (e. acute coronary syndrome)“.

2009/92 – Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir, Sigurberg Kárason, yfirlæknir og Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Komur á Landspítala vegna umferðarslysa 2003-2008, eðli og umfang áverka.“

 

2009/105– Páll Magnússon, sálfræðingur, og Guðmundur Á. Skarphéðinsson, sálfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Réttmæti greindarprófs Wechslers(Wechsler Intelligence Scale for Children - fjórða útgáfa: WISC-IV) í hópi íslenskra barna með athyglisbrest með ofvirkni“.

 

2009/146 –  Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á LSH, og Ragnheiður I Bjarnadóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir á LSH fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ábendingar, áhrifaþættir og útkoma ytri vending vegna sitjandastöðu fósturs á Kvennadeild LSH tímabilið 2000-2008“.

 

2007/550 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson forstjóri ÍE og samstarfsaðilarnir Bjarni Þjóðleifsson og Hallgrímur Guðjónsson fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegan rannsóknarinnar „Rannsókn á erfðum magasýrusjúkdóma“.

 

2008/817– Gunnar Skúli Ármannsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Breytingar á tíólum hjá sjúklingum sem fara í kransæðahjáveituaðgerð eða ósæðalokuskifti með aðstoð hjarta- og lungnavélar“.

 

2009/190 –  Hildur Harðardóttir, dósent við HÍ og sviðsstjóri á Landspítala, Gunnlaugur Sigfússon, hjartasérfærðingur á Barnaspítala Hringsins, og Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á kvennasviði Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fósturhjartaómskoðanir á Íslandi 2003 - 2007 - ábendingar útkoma og samanburður við greiningu meðfæddra hjartagalla eftir fæðingu“.

 

2009/19 –  Elsa Björk Valsdóttir, sérfræðilæknir á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir, og Helgi Kjartan Sigurðsson, sérfræðilæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni og alvarleiki C. difficile ristilbólgu á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi 1998 til 2008“.

 

2009/67– Hannes Petersen, dr. med. yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð, blinduð, fasa IIa, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta verkun, öryggi og þol týmóls 4% við endurtekna lyfjagjöf í ytra eyra hjá börnum tveggja ára eða eldri sem greinst hafa með væga eða meðalsvæsna miðeyrnabólgu“.

 

2009/162 –  Karl G. Kristinsson, læknir, Ásgeir Haraldsson, prófessor, og Hannes Petersen, dósent, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl afdrifa bráðrar miðeyrnabólgu hjá börnum við sýklalyfjaónæmi“.

 

2009/152 – Vilhjálmur Rafnsson, prófessor, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, til aðgangs að krabbameinsskrá, til aðgangs að dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og til samkeyrslu skráa með viðkvæmum upplýsingum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun heilbrigðisþjónustu og afdrif þeirra sem leituðu slysa- og bráðasviðs Landspítala.“

 

2009/52 – Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vélindakrabbamein á Íslandi 1992-1996 og 2002-2006“.

 

2009/133– Runólfur Pálsson, dósent við HÍ og yfirlæknir nýrnalækninga á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Framrás nýrnameins af völdum sykursýki 1 á Íslandi“.

 

2009/198 –  Unnur Guðjónsdóttir, deildarlæknir á Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur flýtibatameðferðar við ristilúrnám á Landspítala“.

 

2009/211 – Ófeigur T. Þorgeirsson, yfirlæknir , Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ofbeldi á Íslandi - vaxandi vandamál“.

 

2009/214 – Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, og Hermann Páll Sigbjarnarson, læknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Góðkynja stækkun á hvekk - ábendingar og aðferðir.“

 

2009/256 – Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, og Kristinn B. Jóhannsson, skurðlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur lungnasmækkunaraðgerða við alvarlegri lungnaþembu á Íslandi 1996-2008 “.

 

2009/279 –  Elísabet Gísladóttir, nemandi í lögfræði við Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að gögnum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif ofbeldis á heimilum á ákvarðanir í umgengisréttar- og forsjármálum barna“.

 

2009/274 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðilæknir, Viðar Arnar Eðvarðsson, sérfræðilæknir, Hilma Hólm, verkefnisstjóri hjá ÍE, og Daníel Guðbjartsson, forstöðumaður hjá ÍE, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms og þáttur erfða í meinmyndun og framrás nýrnabilunar“.

 

2009/176 – María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur og aðjúnkt í HÍ, og Jón G. Snædal, sérfræðingur á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „EEG mynstur í vægri vitrænni skerðingu: tengsl við taugasálfræðileg mynstur“.

 

2008/308– Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Cushings sjúkdómur á Íslandi“.

 

2009/231 –  Stéttarfélagögin Efling, Sjúkraliðafélag Íslands og Verkalýðsfélagið Hlíf fengu leyfi til að miðla upplýsingum um félagsmenn stéttarfélaganna til Elísabetar Karlsdóttur vegna rannsóknar er ber yfirskriftina: „Care workers in the field of elderly care in Iceland“.

 

2009/184 – Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum og ofnæmis- og ónæmislækningum á Landspítala, Björn Hjálmarsson, Katrín Davíðsdóttir, Ragnheiður Elísdóttir, Vilhjálmur Ari Arason, sérfræðingar í barnalækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Endurbólusetning með próteintengdu bóluefni gegn pneumókokkum - Einkenni ónæmissvörunar eftir fjölsyrku (REPLAY). Rannsóknaráætlun 6069A1-3013-EU“.

 

2009/159 – Elsa Björk Valsdóttir, sérfræðingur í almennum skurðlækningum á Landspítala, Kristín Jónsdóttir, deildarlæknir á Landspítala, Páll Helgi Möller, sviðstjóri á Landspítala, Shree Datye, yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, og Fritz H. Berndsen, yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahússins og heilsugæslunnar á Akranesi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni, greining og meðferð sjúklinga með rof á ristli á Íslandi 1997-2007“.

 

2009/303–  Örvar Arnarson, deildarlæknir á LSH, Elsa Björk Valsdóttir, sérfræðilæknir á LSH, og Páll Helgi Möller, yfirlæknir á LSH fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á gerð stóma gegnum kviðsjá og með opinni aðgerð“.

 

2009/218 – Halldóra Erlendsdóttir, f.h. Novartis Pharma AG, Magni Jónsson, sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum, Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur í ofnæmis- og lungnasjúkdómum, Eyþór Björnsson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum, og Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „IIIb. stigs, fjölsetra, 52 vikna slembuð, blinduð, tvílyfleysu samanburðarrannsókn á meðferðarárangri hjá samhliða hópum, með samanburði á, annars vegar árangri meðferðar með indacateróli 150 μg til innöndunar einu sinni á dag og hins vegar meðferðar með tíótrópíum 18 μg til innöndunar einu sinni á dag, á lungnastarfsemi, fjölda versnana og tengdar niðurstöðu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT)“.  

 

2008/879– Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir og prófessor fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna vísindarannsóknarinnar „Hlutverk CD28 við þroskun abT-frumuviðtakans auk myndunar á snertifleti þeirra og sýnifruma“.

 

2009/191 – Helga Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Birgir Hrafnkelsson, Gunnar Guðmundsson, Ingibjörg K. Stefánsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Ólöf Ámundadóttir, Rósa Jónsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Þórarinn Gíslason og Merian Litchfield, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Efling heilbrigðis og sjálfsumönnunar:  Rannsókn fyrir einstaklinga með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra“.

 

2008/190 - Persónuvernd tók ákvörðun um leyfi til samkeyrslu persónuupplýsinga í þágu verkefnis um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu.  Um er að ræða upplýsingar frá eftirtöldum aðilum: Landspítala, Lyfju hf., Lyfjum og heilsu hf., Lyfjavali ehf., Lyfjaveri ehf., Læknavaktinni, Rauða krossinum, Tryggingastofnun ríkisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslustöðinni Borgarnesi, Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilsugæslustöðinni Akureyri og Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar.

 

2009/72 - Persónuvernd tók ákvörðun varðandi umsóknir frá Íbúðalánasjóði, NBI hf., Nýja Glitni Banka hf., Nýja Kaupþingi Banka hf., Frjálsa fjárfestingabankanum hf., Lýsingu hf., Avant hf., SP-Fjármögnun, Sparisjóði Ólafsfjarðar, SPRON, Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis, Sparisjóði Mýrasýslu, Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Svarfdæla og Sparisjóðinum Dalvík, BYR sparisjóði, Sparisjóði Bolungarvíkur, AFL – sparisjóði, Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Sparisjóði Norðfjarðar, Sparisjóði Strandamanna, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Höfðahverfis um leyfi til að miðla til Seðlabanka Íslands upplýsingum um viðskiptavini sína; Persónuvernd tók einnig ákvörðun um leyfi til Seðlabanka Íslands til að samkeyra upplýsingarnar.

 

Þá tók nýtt starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga gildi. Starfsleyfið gildir til 1. apríl árið 2010. Auk þess tók Persónuvernd nokkrar ákvarðanir um leyfi

 

 

 

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei