Leyfisveitingar í júní 2008

Í júnímánuði voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í júnímánuði voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/309 - Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir hjá sóttvarnalækni og sérfræðingi á sýkladeild Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hugsanlegir skekkjuvaldar við rannsókn á D-arabinitols/L-arabinitols (DA/LA) í þvagi“.

2008/421 - Garðar Guðmundsson, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Idiopathic normal pressure hydrocephalus (INPH) and the ApoE3/3 genotype“.

2008/428 - Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjölsetra, opin rannsókn til að meta langtíma öryggi og verkun meðferðar með CD5024 1% kremi í allt að 52 vikur hjá þátttakendum með rósroða ásamt bólum“.

2008/145 - Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítala, Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á svæfingadeild LSH, Þóroddur Ingvarsson, læknir á svæfinga- og gjörgæsludeild, og Jakob Kristinsson, dósent í HÍ, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lífshættulegar afleiðingar sprautufíknar á Íslandi tímabilið 1998-2007“.

2008/434 - Eyrún Guðmundsdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins í Reykjavík, fékk heimild til miðlunar persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknarverkefnið: ,,Samskipti foreldra og barna með sameiginlega forsjá sem aðalreglu”.

2008/243 – Eiríkur Örn Arnarson, forstöðusálfræðingur á Landspítala, og Sigurður Örn Hektorsson, læknir á Krabbameinsmiðstöð Landspítala, fengu um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi geðraskana hjá krabbameinssjúklingum á LSH“.




Var efnið hjálplegt? Nei