Leyfisveitingar í maí 2008

Í maímánuði voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í maímánuði voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/189 - Andrés Magnússon, yfirlæknir á LSH, fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dánarorsök sjúklinga með geðræna sjúkdóma og áhrif fangelsisvistunar“.

2008/355 - Karl Andersen, Axel F. Sigurðsson, Þórarinn Guðnason, Davíð O. Arnar, Bolli Þórsson, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Hróbjartur Darri Karlsson og Guðjón Karlsson, læknar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „An eight-week, double-blind, multi-center randomized, placebo-controlled, parallel-group study to evaluate the efficacy and safety of aliskiren 75 mg, 150 mg and 300 mg in elderly patients with essential hypertension when given with a light meal“.  

 

2008/22 - Unnur A. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Búseta og fæðuvenjur á unga aldri og tengsl þess við áhættu á krabbameini síðar á ævinni“.

 

2008/325 - Vikas Vasant Pethkar, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eru sjúklingar í Reykjanesbæ með sykursýki týpu II í betra sykurjafnvægi þegar þeim er fylgt eftir í sykursýkismóttöku“.

 

2008/336 - Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir á LSH, og Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur BUGL, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dreifing fæðingadaga yfir árstíðir meðal sjúklinga með lystarstol (Season of Birth in Anorexia Nervosa)“.

 

2008/287 - Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur og doktorsnemi við Karolinska Institutet, fékk leyfi til aðgangs að Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „En hvað með foreldrana?.? – Sálfélagslegar aðstæður foreldra eftir að barn greinist með krabbamein“.

 

2008/344 - Kristín Rut Haraldsdóttir, ljósmóðir, Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri lækninga á kvennadeild LSH og Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fósturgreiningardeild LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Líkur á fósturláti eftir legvatnsástungu og fylgjusýni. Uppgjör 10 ára tímabils á fósturgreiningardeild LSH“.

 

2008/206 – Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) og Jón Snædal yfirlæknir á minnismóttöku öldrunarsviðs Landspítala, fengu erfðarannsóknarleyfi endurútgefið vegna rannsóknar á erfðum Alzheimers-sjúkdóms.

 

2008/343 - Unnur A. Valdimarsdóttir, f.h. Miðstöðvar Háskóla Íslands í Lýðheilsuvísindum,  og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið ,,Hefur örvandi geðlyfjanotkun jákvæð áhrif á námsárangur barna með ADHD?”.

 

2008/350 - Auður Eiríksdóttir, sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í fötlunum barna, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vitsmunaþroski ungra íslenskra barna með spinal muscular atrophy (SMA)“.

 




Var efnið hjálplegt? Nei