Nýtt starfsleyfi fyrir Lánstraust hf.

Þann 8. maí 2008 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. (LT) nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni lögaðila.

Þann 8. maí 2008 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. (LT) nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni lögaðila. Við útgáfu hins nýja leyfis var hafnað ósk LT um að fella niður lágmarksviðmiðunarfjárhæð sem nú er kr. 30.000,-. Hins vegar var fallist á ósk LT um að mega varðveita upplýsingar um greiðsluhegðun í 4 ár . Einnig var fallist á ósk LT um að mega miðla tilteknum upplýsingum úr ársreikningaskrá. Nánar tiltekið upplýsingum um hlutdeild félagsaðila í hlutafélögum, einkahlutafélögum og eigin fé annarra félaga sem lög nr. 3/2006 taka til.

Hér má finna starfsleyfið í heild sinni.

 




Var efnið hjálplegt? Nei