Leyfisveitingar í mars 2008

Í marsmánuði voru gefin út 21 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í marsmánuði voru gefin út 21 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/185 - Astellas Pharma Europe B.V., Leidorp í Hollandi, og Guðmundur Geirsson og Baldvin Þ. Kristjánsson, þvagfæraskurðlæknar á Landspítala, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsóknaráætlun 178-CL-049 „TAURUS“. Langtíma, slembivals, tvíblind samanburðarrannsókn með virku lyfi, hjá samhliða hópum, til að meta verkun og öryggi beta-3 viðtakaörvans YM178 (50 mg á sólarhring og 100 mg á sólarhring) hjá einstaklingum með ofvirka blöðru“.

2008/186 - Astellas Pharma Europe B.V., Leidorp í Hollandi, og Guðmundur Geirsson og Baldvin Þ. Kristjánsson, þvagfæraskurðlæknar á Landspítala, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „„SCORPIO“ Fjölsetra, slembivals, tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu og virku lyfi hjá samhliða hópum til að meta verkun og öryggi Beta-3 viðtakaörvans YM178 (50 mg á sólarhring og 100 mg á sólarhring) hjá einstaklingum með einkenni ofvirkra þvagblöðru“.

 

2008/233 - Jón Hilmar Friðriksson, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Spítalablóðsýkingar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“.

 

2008/118 - Ingibjörg Eiríksdóttir, Birna Málmfríður Guðmundsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ógreindir léttburar“.

 

2008/178 - Svend Richter, dósent í Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Aldursákvarðanir af tönnum á myndunarskeiði í íslensku þýði“.

 

2008/147 - Halldór Jónsson, prófessor og yfirlæknir bæklunarskurðdeildar Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Líkanhönnun á mjúkvefjaæxlum í útlimum“.

 

2008/223 - Hildur Harðardóttir, læknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Þungun eftir hjáveituaðgerð“.

 

2007/580 - Viðar Eðvarðsson, barnalæknir, fékk leyfi til aðgangs að Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langvinnur nýrnasjúkdómur í íslenskum börnum“.

 

2008/239 - Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarlækni, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á hettusóttarfaraldri 2005-2006“.

 

2008/240 - Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarlækni, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mótefni gegn bólusetningasjúkdómum hjá innflytjendum“.

 

2008/6 - Arna Ásmundardóttir, geislafræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Innstillingarnákvæmni við tölvusneiðmyndun“.

 

2008/7 - Jónína Guðjónsdóttir, geislafræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Er hægt að minnka geislaálag á smávaxna sjúklinga sem koma í tölvusneiðmynd af kransæðum?“

 

2008/44 - Dr. med. Hannes Petersen, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Andlitsbrot á LSH árin 2002-2006“.

 

2008/124 - Rúnar Helgi Andrason, yfirsálfræðingur á verkjasviði, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á próffræðilegum eiginleikum Personality Assessment Inventory (PAI) persónuleikaprófinu“.

 

2008/26 - Ásgeir Theodórs, yfirlæknir á St. Jósefsspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „A 5 year, Non-Inventional Registry Study of Humira (Adalimumab) in Subjects with Moderately to Severely Active Crohn's Disease (CD)“.

 

2008/214 - Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Body Shape Questionnaire (BSQ): íslensk viðmið og tengsl við átröskun“.

 

2008/206 - Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) og Jón Snædal yfirlæknir á minnismóttöku öldrunarsviðs Landspítala, fengu erfðarannsóknarleyfi endurútgefið varðandi rannsókn á erfðum Alzheimers-sjúkdóms.

 

2008/176 - Arna Guðmundsdóttir, sérfræðilæknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Insúlíndælur á Íslandi“.

 

2008/201 - Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítala, og Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðilæknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð nýrnabilunar á lokastigi á Íslandi 1968-2007 - umfang og árangur“.

 

2008/292 - Einar Jón Einarsson, heyrnarfræðingur, Hannes Petersen, yfirlæknir á Landspítala, og Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif krabbameinsmeðferðar á heyrn og jafnvægi barna“.

 

2008/259 - Ásta St. Thoroddsen, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langvinn fótasár á Íslandi; umfang, orsakir og meðferð“.




Var efnið hjálplegt? Nei