Leyfisveitingar í október 2007

Í októbermánuði voru gefin út 3 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í októbermánuði voru gefin út 5 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/627 - Margrét Árnadóttir, nýrnasérfræðingur á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á sérstöku formi bráðrar nýrnabilunar“.

2007/579 - Ólöf H. Bjarnadóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu á lífsgæðalista fyrir fólk með parkinsonsveiki, PDQ-39 IS 2 útgáfa“.

2007/689 – Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á Líknardeild LSH fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Innleiðing á meðferðarferli fyrir deyjandi“.

2006/68 - Helga Ögmundsdóttir, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, fékk viðbótarleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl HAS 1 stökkbreytinga við ættlæga einstofna mótefnahækkun."

2007/609 - Þóra Víkingsdóttir, verkefnastjóri á ónæmisfræðideild Landsspítalans, fékk leyfi til aðgangs að sermi úr blóðsýnum 100 heilbrigðra einstaklinga til rannsóknar sem ber yfirskriftina „Stöðlun á greiningarprófi til mælingar á virkni styttri ferils komplementkerfisins".

 

Auk þess tóku ný starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, annars vegar, og lögaðila, hins vegar, gildi. Starfsleyfin gilda til 1. nóvember árið 2008.




Var efnið hjálplegt? Nei