Leyfisveitingar í september 2007

 

Í septembermánuði voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í september voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/627 - Lára G. Sigurðardóttir, deildarlæknir á skurðdeild LSH, „Bruni af völdum heitavatns úr neysluvatnslögnum“. , 10fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bruni af völdum heitavatns úr neysluvatnslögnum“.

2006/017 - Helga Jónsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Stuðningsmeðferð fyrir fólk með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra“.

2007/624 - Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Byrjunareinkenni Multiple Sclerosis, þýðisrannsókn á Íslandi“.

2007/619 – Þorbjörn Jónsson, læknir hjá LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Magn og virkni próteina í lektínferli komplementkerfisins hjá sjúklingum með Henoch-Schönlein purpura og IgA nýrnamein - Samanburður á íslenskum og finnskum sjúklingum“.

2007/568 – Þórarinn Gíslason, lungnalæknir á LSH, fékk viðbótarleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Arfgengi og erfðaþættir kæfisvefns“.

2007/650 – Sigurður Júlíusson sérfræðingur á háls-, nef- og eyrnadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjálpar kokaðgerð þeim kæfisvefnssjúklingum sem ekki geta nýtt sér blásturstækjameðferð?“.

 




Var efnið hjálplegt? Nei