Leyfisveitingar í maí 2007

 

Í maímánuði 2007 voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

20Í maímánuði 2007 voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

2004/133 - Hlíf Steingrímsdóttir fékk endurútgefna heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna könnunar á ættlægni mergfrumuæxlis/góðkynja einstofna immúnóglóbúlínhækkunar (MGUS) í 8 fjölskyldum sem þekktar eru hér á landi.

2006/68 - Hlíf Steingrímsdóttir fékk endurútgefna heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknina „Arfgengar orsakir einstofna mótefnahækkunar og skyldra B-frumusjúkdóma."

2007/380 - Novo Nordis A/S, Ragnar Bjarnason, Árni V. Þórsson, Ágústa Sigurjónsdóttir og Rafn Benediktsson fengu um heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „NordiNet® International Outcome Study (NordiNet IOS)".

2007/310 - Margrét Birna Andrésdóttir, sérfræðingur í nýrnalækningum, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráð nýrnabilun í kjölfar natríum fosfat úthreinsunar - sjúkratilfelli".

2007/366 - Tryggingastofnun ríkisins og Miðstöð tannverndar fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga um öll þau börn 3ja og 12 ára gömul, sem fengið hafa forvarnarskoðun hjá tannlækni sér að kostnaðarlausu.

2007/425 - Íslensk erfðagreining, Jón Hjaltalín Ólafsson, Rafna A. Ragnarsson, Ólafur Einarsson, Kristín Þórisdóttir og Kristrún Benediktsdóttir fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknina „Rannsókn á erfðum húðkrabbameina".

2007/412 - Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Lyflækningadeild landspítala-háskólasjúkrahúss, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám rannsóknarinnar „Geislagerlabólga á Íslandi 1980-2006".

2007/391 - Íslensk erfðagreining, Kári Stefánsson, Jón Hjaltalín Ólafsson og Bárður Sigurgeirsson fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknina „Kortlagning og einangrun áhættugena húðofnæmis (atopic dermatitis)".

 

Auk þess voru starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, annars vegar, og lögaðila, hins vegar, endurútgefin til 1. september nk. og Icelandair fékk heimild til flutnings farþegaupplýsinga til bandarískra stjórnvalda.




Var efnið hjálplegt? Nei