Leyfisveitingar í septembermánuði 2006

Í septembermánuði 2006 voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir.

Í septembermánuði 2006 voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir.

2006/444 Þórður Þórkelsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni og orsakir heilalömunar meðal íslenskra barna“.

 

2006/468 – Óskar Jónsson, læknir á augndeild LSH, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „European epidemiologic cohort study: A prospective epidemiologic cohort study of ocular safety in patients receiving Macugen injections for neovascular age related macular degeneration (AMD) in Europe“.

 

2006/256 – Kristján Steinsson, læknir á gigtardeild LSH, og Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartarverndar, fengu leyfi til að afhenda upplýsingar úr sjúklingabókhaldi í þágu rannsóknar á ættlægni sjálfsofnæmissjúkdóma.

 

2006/108 – Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sársaukameðferð á bráðamóttöku barna: kæliúði við nálastungur.“

 

2006/463 – Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður grunnrannsókna og nýsköpunar í Blóðbankanum, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar á hlutverki genanna POGZ1 og DLG7 í strom stofnfrumum úr fituvef og í sérhæfingarferlum þeirra.

 

2006/483 – Alma Möller, yfirlæknir og klínískur dósent, Lovísa Baldursdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og Þorsteinn Jónsson, meistaranemi í hjúkrun, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Ástand sjúklinga 12 klst. fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Eftirlit, mat og bjargráð á legudeildum.“

 

Auk þess hlaut Myndmark nýtt starfsleyfi til að safna og miðla tilteknum persónuupplýsingum sem varða fjárhag og lánstraust einstaklinga.





Var efnið hjálplegt? Nei