Leyfisveitingar í ágústmánuði 2006

Í ágústmánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í ágústmánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2006/375 - AstraZeneca og Agnes Smáradóttir, sérfræðilæknir á krabbameinslækningadeild LSH, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar "FACT: Anastrozole monotherapy versus maximal oestrogen blockage with anastrozole and fulvestrant combination therapy: An open randomized, comparative, phase III multicentre study in postmenopausal women with hormone receptor positive breast cancer in first relapse after primary treatment of localised tumour."

2006/385 - Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild LSH, og Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur á LSH, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Vellíðan einstaklinga sem þiggja líknarmeðferð út frá trúarlegum, andlegum og tilvistarlegum þáttum: Forprófun spurningalista og djúpviðtöl".

2006/406 - Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur, fékk heimild til flutnings lífsýna til Johns-Hopkins-háskólaspítalans í Bandaríkjunum í þágu rannsókna á skjaldkirtilskrabbameini.

2006/427 - Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur á Húðlæknstöðinni, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu „Opinnar, einsetra, fjölskammta rannsóknar til að meta magn terbinafins í blóði hjá sjúklingum með naglasvepp, eftir hámarks útvortis notkun Lamisil® 10% TTO á 10 fingurneglur og 10 táneglur í 4 vikur."

2006/71 - Lánstraust hf. fékk heimild til að annast söfnun og skráningu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra. Leyfið tekur gildi 1. september 2006.

2006/419 - Einar Stefánsson, forstöðulæknir á augndeild LSH, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina ,,Reynsla af Triamcinolone sterainndælingum í augu og OCT tækni"

2006/401 - Karl Andersen, sérfræðingur á hjartadeild LSH, Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur á ónæmisfræðideild LSH, Davíð O. Arnar, yfirlæknir á bráðamóttöku LSH, og Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir á rannsóknardeild LSH, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,CREATE: Cardiovascular Risk Evaluation and Attenuation of inflammation by early rosuvastation TrEatment".

 

Auk þess fékk Lánstraust hf. heimild til að annast söfnun og skráningu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila (leyfi nr. 2006/72) og tekur það gildi hinn 1. september 2006.



Var efnið hjálplegt? Nei