Veitt leyfi og tilkynningar í mars 2014

Í mars 2014 voru samtals veitt 24 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 74 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Í mars 2014 voru samtals veitt 24 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 74 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2014/320 - Guðrúnu Kristjánsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Þýðing og forprófun á verkjamatskvarðanum COMFORTneo“.

2014/311 - Guðrúnu Kristjánsdóttur, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Forprófun og þýðing á verkjamatskvarðanum CPOT (Critical Care Observational Tool) og kerfisbundin fræðileg samantekt“.

2014/310 - Eyjólfi Þorkelssyni, lækni á Heilbrigðisstofnun Austurlands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Ómskoðanir á meðgöngu í heilsugæslu í dreifbýli á 15 ára tímabili - eru tengsl við val á fæðingarstað?“.

2014/305 - Tryggva Helgasyni, barnalækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans“.

2014/192 - Halldóri Jónssyni jr., prófessor og yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Meðferð með læstri úlnliðsplötu og ytri ramma á brotum á fjærenda sveifarbeins á Landspítala, Fossvogi“.

2014/189 - Má Kristjánssyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Efnaskiptavandamál hjá HIV-sýktum einstalingum á Íslandi: gæðaverkefni og íhlutun“.

2014/169 - Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á meltingarlækningadeild Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Tíðni, horfur og áhættuþættir fyrir blóðþurrð í ristli (ischemic colitis)“.

2014/128 - Sigríði Magnúsdóttur, talmeinafræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Kortlagning framburðar MND-veikra á íslenskum málhljóðum“.

2014/122 - Magnúsi Gottfreðsyni var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Rannsóknir á ífarandi sýkingum af völdum Streptococcus pyogenes á Íslandi“.

2014/94 - Michael Clausen, sérfræðingi á Barnaspítala Hringsins, dags. 27. janúar 2014, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Hiti hjá börnum 3 mánaða og yngri sem koma á bráðamóttöku barna árið 2013, orsök og afdrif“.

2014/76 - Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra rannsóknarstofu Landspítalans og Háskóla Íslands í bráðafræðum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lyfjasaga við innlögn: mat á ávinningi þess að lyfjafræðingar taki lyfjasögu“.

2014/51 - Eiríki Orra Guðmundssyni, sérfræðilækni á þvagfæraskurðdeild Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og dánarmeinaskrá landlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afturskyggn samantekt á brottnámi þvagblöðru 2003-2012“.

2013/1633 - Sigurveigu Pétursdóttur, sérfræðilækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengi og meðferð meðfædds mjaðmarliðhlaups (e. Developmental Dysplasia of the Hip, DDH) á Íslandi frá 2008-2014“.

2013/1629 - Ragnheiði I. Bjarnadóttur, sérfræðilækni í fæðinga- og kvensjúkdómum á kvennadeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Eru tengsl milli tíðni keisaraskurða og fósturköfnunar á Íslandi undanfarin 30 ár?“.

2013/1447 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Davíð O. Arnar, yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu rannsóknarinnar „Kortlagning erfðabreytileika og gena sem tengjast ósæðarlokukölkun og ósæðarlokuþrengslum“.

2013/1446 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Bjarna Þjóðleifssyni, lækni, var veitt leyfi til aðgnags að sjúkraskrárupplýisngum og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu rannsóknarinnar „Erfðarannsóknar á gallsteinum og tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma“.

2013/1445 - Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Davíð O. Arnar yfirlækni,  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum í lífsýnasöfnum og samkeyrslna skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum  vegna rannsóknarinnar  „Kortlagning og einangrun meingena hjartsláttartruflana“.

2013/1444 - Íslenskri erfðagreiningu ehf.  og Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, var veitt leyfi til samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum og aðgangs að sjúkraskrám í þágu „Rannsóknar á erfðum fíknsjúkdóma“.

2013/1443 - Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Pálma V. Jónssyni, lækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum vegna rannsóknarinnar „Erfðir langlífis“.

2013/1442 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Óskari Þór Jóhannessyni, lækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu rannsóknarinnar „Rannsóknar á erfðum geislanæmis og brjóstakrabbameins“.

2013/1441 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Kristjáni Steinssyni, sérfræðingi í lyf- og gigtarsjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu „Rannsóknar á erfðum sjálfsofnæmissjúkdóma“.

2013/1440 – Íslenskri erfðagreiningu og Jóni Snædal, yfirlækni á minnismóttöku öldrunarsviðs Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu rannsóknarinnar „Erfðir Alzheimerssjúkdóms“

2013/1437 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Elíasi Ólafssyni, yfirlæknis og taugalæknis á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum vegna rannsóknarinnar „Kortlagning og einangrun áhættugena flogaveiki (epilepsy)“

2013/684 – Landlækni var veitt leyfi til miðlunar upplýsinga úr lyfjagagnagrunni til Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE). Þá var ÍE veitt leyfi til aðgangs að upplýsingum úr lyfjagagnagrunni. Var leyfið veitt í þágu „Rannsóknar á erfðum fullorðinssykursýki“.


Þá bárust stofnuninni 74 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.


Var efnið hjálplegt? Nei