Veitt leyfi og tilkynningar í ágúst og september 2012

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 11 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 68 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 11 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 68 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2012/972 - Umferðarstofu var veitt heimild til að miðla upplýsingum úr slysaskrá Umferðarstofu til Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU), Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á bráðasviði LSH, og Ármanni Jónssyni, lækni á bráðasviði Landspítala-Háskólasjúkrahúsum vegna rannsóknarinnar „Hjólreiðaslys á Íslandi“. Þá var einnig veitt leyfi til samkeyrslu.

2012/965 - Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, lyfjafræðingi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, Hallgrími Guðjónssyni, sérfræðingi í meltingarsjúkdómum, Hjördísi Harðardóttur, sérfræðingi í sýklafræði, Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni og Karen Dröfn Jónsdóttur, meistaranema í lyfjafræði við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lyfjanæmi Helicobacter Pylori á Íslandi“

2012/913 - Sigurveig H. Sigurðardóttur, dósent við Háskóla Íslands og Sigurjóni Árnasyni, nema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif notenda fjárhagsaðstoðar á námssyrk þremur og fimm árum eftir að námsaðstoð lauk“.

2012/907 - Birni Guðbjörnssyni, sérfræðingi á Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lágskammtameðferð með stýrðri skammtahækkun af infliximab gegn sóragigt gefur sama meðferðarávinning og staðlaðir skammtar af adalimumab eða etanercept. Niðurstöður frá ICEBIO.“

2012/891 - Barnaverndarstofu, Barnahúsi, UNICEF á Íslandi, Reynari Kára Bjarnasyni, cand. psych., og Huld Óskarsdóttur, cand. psych., var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Greining gagna Barnahúss á þróun og tengsl breytna er varða kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Íslandi“.

2012/863 - Jóni Snorrasyni, deildarstjóra á Kleppi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Strok sjúklinga af geðdeildum LSH“.

2012/845 - Kristjáni G. Guðmundssyni, Jónínu Jónasdóttur, Sigrúnu Barkardóttur og Margréti Láru Jónsdóttur var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar: „Nokkrir faraldsfræðilegir þættir um reykingar á meðgöngu“.

2012/817 - Ingólfi Einarssyni, barnalækni á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Einhverfurófsraskanir meðal barna og unglinga með Downs-heilkenni“.

2012/762 - Barnavernd Reykjavíkur var veitt leyfi til afhendingar upplýsinga um börn fædd árið 2000 úr skrá yfir tilkynningar og íhlutanir, þ.e. í þágu rannsóknarinnar „Multilevel Analysis of Bio-Social Risk and Protective Factors for Risky Behaviors in Adolescents: A Feasibility Pilot study of Registry Data“. Þá var Þóru Steingrímsdóttur, Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, Ingu Dóru Sigfúsdóttur, Ásgeirs Loga Kristinssonar, Jóns Ágústs Sigurðssonar og Erlu Bjarkar Sigurðardóttur veittl eyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu sömu rannsóknar.

2012/616Þorvaldi Ingvarssyni, lækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif tveggja tegunda bakbelta á verki frá samfallsbrotum í hrygg“

2012/7 - Landlæknisembættinu og Krabbameinsskrá Íslands var veitt leyfi til samkeyrslu uppýsinga úr heilsusögubanka Krabbameinsfélags Íslands við Fæðingarskrá Landlæknisembættisins. Um er að ræða samkeyrslu vegna rannsóknarinnar „Tengsl heilsufars móður á meðgöngu og útkomu fæðingar við tímalengd brjóstagjafar“.


Þá bárust stofnuninni 68 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.




Var efnið hjálplegt? Nei