Leyfi og tilkynningar í maí, júní og júlí 2012

Á tímabilinu maí, júní og júlí 2012 voru samtals veitt 20 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 87 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Á tímabilinu maí, júní og júlí 2012 voru samtals veitt 20 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 87 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2012/39 - Ólöfu Jónu Elíasdóttur, deildarlækni, Elíasi Ólafssyni, yfirlækni taugadeildar á LSH og Degi Inga Jónssyni, kandídatsnema á taugadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi Multiple Sclerosis á Íslandi“.

2012/342 - Marga Thome, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, Önnu Guðríði Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Sigrúnu K. Barkardóttur, hjúkrunarfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Könnun á eðli og árangri hefðbundinnar hjúkrunarmeðferðar við óværð ungra barna“.

2012/353 - Þórði Þorkelssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, Ragnheiði I. Bjarnadóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalækni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Gesti I. Pálssyni, barnalækni á Barnaspítala Hringsins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni og orsakir burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi“

2012/442 - Magnúsi Jóhannssyni, læknis og prófessors, var veitt leyfi til til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Lyf og beinbrot“.

2012/447 - Ólafi Skúla Indriðasyni, sérfræðingi í nýrnalækningum á LSH, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, deildarlækni á LSH og Runólfi Pálssyni, yfirlækni nýrnalækninga á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu sjúkraskrárupplýsinga við lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráður nýrnaskaði meðal sjúklinga á bráðamóttöku LSH“

2012/469 - Baldri Tuma Baldurssyni, yfirlækni, og Svövu Kristinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og rannsóknarstjóra Kerecis ehf. var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu „Aftursærrar rannsóknar á áhrifum umbúða úr fiskiroði á lækningu sára“.

2012/503 - Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðilækni á LSH, Elíasi Ólafssyni, yfirlækni á LSH og Margréti Jónu Einarsdóttur, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flogalyf og miðlægur skjaldvakabrestur“.

2012/577 - Ingu Þórsdóttur, prófessor við HÍ og forstöðumanni á Næringarstofu Landspítala, og Ásu Guðrúnu Kristjánsdóttur, næringarfræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fæðuvenjur kvenna með átraskanir“.

2012/584 – Velferðarráðuneyti og Barnaverndar Reykjavíkur var veitt leyfi til miðlunar upplýsinga frá Barnavernd Reykjavíkur til Velferðarráðuneytisins, og til vinnslu upplýsinga um áfengis- og vímuefnanotkun og félagsleg vandamál í þágu rannsóknarinnar „Aðgerðir barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra“.

2012/619 – Unni A. Valdimarsdóttur, forstöðumanns Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við HÍ, Helgu Zoëga, nýdoktors við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Sofiu Hernández-Diaz, dósent við Harvard School of Public Health, Brian T. Bateman, lektor við Harvard Medical School, Christine Roth, rannsóknarsérfræðingi hjá Columbia University og Þuríði Önnu Guðnadóttur, hjúkrunarfræðingi og nema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga, í tilefni af rannsókninni „Tengsl háþrýsings og sykursýki móður á meðgöngu við náms- og taugaþroska barns: lýðgrunduð rannsókn á Íslandi“.

2012/640 -  Laufeyju Tryggvadóttir, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Íslands, Þorgerði Guðmundsdóttur, lækni og doktorsnema, Ólafi Gísla Jónssyni, sérfræðingi við Landspítala-háskólasjúkrahús og Lars Hjorth, barnalækni og sérfræðingi í krabbameins- og blóðsjúkdómum, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga og aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „PanCare - Evrópsk rannsókn á síðkomnum fylgikvillum eftir krabbamein á barns- eða unglingsaldri og forvörnum gegn þeim“.

2012/675 - Ríkissaksóknara og öllum lögregluembættum landsins var veitt heimild til miðlunar til EDDU - Öndvegisseturs við HÍ, á upplýsingum um nauðgunarmál sem kærð voru til lögreglunnar á tímabilinu 2008-2009, í þágu rannsóknarinnar „Meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu“

2012/700 -  Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, og Sýslumanninum í Reykjavík var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Ráðgjafarþörf skilnaðarforeldra“.

2012/705 - Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum, Valtý Stefánssyni Thors, barnalækni, og Adam Finn, prófessor, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Þættir sem hafa forspárgildi fyrir ífarandi bakteríusýkingar hjá börnum – Klínískar upplýsingar, söfnun lífrænna sýna“

2012/709 - Hildi Harðardóttur, yfirlækni á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi og Ragnheiði I. Bjarnadóttur, fæðingalækni á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og Fæðingarskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðgöngulengd og tíðni fæðingarinngripa hjá konum með meðgönguháþrýsting og meðgöngueitrun á tímabilinu 2001-2011“.

2012/710 - Dr. Helgu Jónsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Ingibjörgu Bjartmarz, hjúkrunarfræðingi á Grensásdeild LSH, og Dr. Þóru B. Hafsteinsdóttur var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fýsileiki klínískra leiðbeiningar um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu“.

2012/727 - Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á meltingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Jóhanni Páli Hreinssyni, læknanema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á einkennum sjúklinga með ristilkrabbamein“.

2012/734 - Jónínu Guðjónsdóttur lektors í geislafræði og Hildi Ólafsdóttur verkfræðingi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Ákvarðanastuðningskerfi fyrir röntgenlækna“.

2012/765 - Ingunni Högnadóttur, meistaranema og Sigríði Magnúsdóttur, talmeinafræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni og eðli kyngingarvandamála meðal fyrirbura fæddra á Íslandi árið 2010“.

2012/773 - Telmu Huld Ragnardóttur, læknanema við Háskóla Íslands og Brynju Ragnardóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Axlarklemma á LSH - tíðni, afleiðingar, viðbrögð og skráning“.


Þá bárust stofnuninni 87 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei