Leyfisveitingar og tilkynningar í september og október 2011

Í september og október 2011 voru samtals veitt 8 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Þá var veitt eitt leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi. Einnig bárust stofnuninni 91 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.

Í september og október 2011 voru samtals veitt 8 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Þá var veitt eitt leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi. Einnig bárust stofnuninni 91 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. 


Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:

2011/1105 - Kjartani Örvar, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, Einari Oddssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, og Einari Stefáni Björnssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa 3, slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og verkun ustekinumab innleiðslumeðferðar hjá einstaklingum með miðlungs til alvarlegan Crohns sjúkdóm“.

2011/1048 - Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur f.h. Barnaverndar Reykjavíkur, Freydísi Jónu Freysteinsdóttur, dósents við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Kristnýju Steingrímsdóttur, félagsráðgjafarnema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Barnavernd Reykjavíkur vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd“.

2011/1015 - Helenu Konráðsdóttur, nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, Dr. Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Írisi Kristinsdóttur, lögfræðingi hjá Héraðsdómi Reykjaness var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Héraðsdómi Austurlands, Héraðsdómi Norðurlands eystra, Héraðsdómi Norðurlands vestra, Héraðsdómi Reykjaness, Héraðsdómi Reykjavíkur, Héraðsdómi Suðurlands, Héraðsdómi Vestfjarða og Héraðsdómi Vesturlands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forsjármál sem fara í dóm - Rannsókn á umfangi og eðli mála í héraðsdómum“.

2011/972- Ragnheiði B. Guðmundsdóttur, meistaranema í fjölskylduráðgjöf við HÍ, Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor við HÍ og Steinunni Bergmann, félagsráðgjafa hjá Barnaverndarstofu, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hvar á ég heima; hver hlustar á mig“.

2011/942 - Sigríði Haraldsdóttur, f.h. Landlæknisembættisins var veitt leyfi til samkeyrslu tveggja skráa sem embættið ber ábyrgð á sbr. 8. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni. Tilefnið er að auka þekjun (completeness) og nákvæmni Krabbameinsskrár með samkeyrslu við Vistunarskrá.

2011/935- Evald Sæmundssen, lækni á Greiningarstöð ríkisins, og Brynju Jónsdóttur, talmeinafræðingi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Börn á einhverfurófi með betri frammistöðu í málstjáningu en málskilningi á málþroskaprófum – mótsögn eða sérstök svipgerð?“.

2011/903 - Smára Pálssyni, yfirsálfræðingi og taugasálfræðingi á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar, Ólöfu H. Bjarnadóttur, yfirlækni á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar og Sigurði Viðar, sálfræðingi á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif vitrænnar þjálfunar hjá fólki með MS sjúkdóm“.

2011/898 - Einari S. Björnssyni, yfirlækni á LSH og Hildi Þórarinsdóttur, deildarlækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ascites á Íslandi: Faraldsfræði, orsakir og horfur“.

 

Veitt leyfi í tengslum við flutning persónuupplýsinga úr landi:

2010/873 – Alcan á Íslandi hf. var veitt leyfi til flutnings persónupplýsinga úr landi til Bandaríkjanna og Ástralíu í tengslum við rekstur tilkynningarlínu starfsmanna fyrirtækisins. Sjá nánar hér.


Þá bárust stofnuninni 91 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei