Leyfisveitingar í júní 2011

Í júní voru gefin út alls 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í júní voru gefin út alls 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2011/665 -  Víði Sigrúnarssyni, lækni, og Solveg Reitan, lækni á St. Olavs Hospital og Gunnari Morken, prófessor og sérfæðingur hjá St. Olavs Hospital var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburðarrannsókn á milli Íslands og Þrándheims, Noregi á tíðni nauðungarvistanna og áhrifum nauðungarvistanna á meðferðargang hjá sjúklingum með nýlega greindan  langvinnan geðrofssjúkdóm“.

2011/660 - Einari Oddssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH og Kjartani Örvar, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, Guðjóni Kristjánssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á FSA-Sjúkrahúsinu Akureyri, Nick Cariglia, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á FSA-Sjúkrahúsinu Akureyri og Einari Stefáni Björnssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa 3, slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og verkun ustekinumab innleiðslumeðferðar hjá einstaklingum með miðlungs til alvarlegan Crohns sjúkdóm sem ekki þola meðferð með TNF mótverkandi lyfjum eða þar sem slík meðferð hefur ekki borið árangur.“ ásamt EudraCT tilvísunarnúmerinu 2010-022758-18.

2011/659 -Einari Oddssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH og Kjartani Örvar, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, Guðjóni Kristjánssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á FSA-Sjúkrahúsinu Akureyri, Nick Cariglia, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á FSA-Sjúkrahúsinu Akureyri og Einari Stefáni Björnssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa 3, slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og verkun Ustekinumab viðhaldsmeðferðar hjá einstaklingum með miðlungs til alvarlegan Crohns sjúkdóm“ ásamt EudraCT tilvísunarnúmerinu 2010-022760-12.

2011/627- Elínu J. G. Hafsteinsdóttur, deildarstjóra á gæðadeild LSH, Elísabetu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra á hag- og upplýsingadeild LSH, Birnu Björg Másdóttur, verkefnastjóra á hag- og upplýsingadeild LSH og Hildi Helgadóttur, innlagnarstjóra á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráðar endurlagnir á legudeild lyflækninga- og skurðlækningasviðs Landspítala“.

2011/615- Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur, sérfræðilækni á Kvennadeild LSH, Aðalbirni Þorsteinssyni, yfirlækni á Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH, Kvennasvið, Guðmundi K Klemenzsyni, sérfræðilækni á Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH, Kvennasvið og Ingu Rós Valgeirsdóttur, læknakandídat á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Innlagnir á gjörgæsludeild LSH í tengslum við meðgöngu og/eða fæðingu á tímabilinu 2001-2010“.

2011/505 - Árna V. Þórssyni, lækni og dósent og Ragnari Bjarnasyni, prófessor og yfirlækni á Barnaspítala Hringsins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Uppruni (ethnicity) og sykursýki á Norðurlöndum. Er uppruni barna og unglinga sjálfstæður þáttur, sem hefur áhrif á stjórnun sykursýki hjá þeim sem búa á Norðurlöndum?“.

2011/478-  Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðinga í húðsjúkdómum var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Fjölsetra, slembiraðaðrar, tvíblindrar samanburðarrannsóknar við tvær lyfleysur, til að sýna fram á virkni 12 vikna meðferðar með secukinumab gefið undir húð borið saman við lyfleysu og Etanercept og til að meta öryggi, þol og langtíma virkni í allt að 1 ár hjá þátttakendum með meðalsvæsinn til alvarlegan langvinnan skellupsóríasis“

2011/469- Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðinga í húðsjúkdómum var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Fjölsetra, slembiraðaðrar, tvíblindrar samanburðarrannsóknar við lyfleysu, til að sýna fram á virkni 12 vikna meðferðar með secukinumab gefið undir húð og til að meta öryggi, þol og langtíma virkni í allt að 1 ár hjá þátttakendum með meðalsvæsinn til alvarlegan langvinnan skellupsóríasis“.

2011/368-  Landlæknisembættið var veitt leyfi samkeyra upplýsingar sem aflað verður úr sjúkraskrám LSH og frá Læknasetrinu Þönglabakka 1 og 6 saman við Lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins og við samskiptaskrá landlæknis í þágu rannsóknarinnar „Rannsókn á áhrifum breytinga sem urðu 1. janúar 2010 á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands á samsettum innöndunarlyfjum sem notuð eru við astma og langvinnri lungnateppu“ .

2011/287- Sigurði Björnssyni, sérfræðingi í meltingarsjúkdómum hjá Læknastöðinni Glæsibæ, Tryggva Birni Stefánssyni, skurðlækni, Jóni Gunnlaugi Jónassyni, meinafræðingi, Friðriki Þór Tryggvasyni, læknanema, Kjartani Örvari, Nick Cariglia og Sjöfn Kristjánsdóttir, meltingarsérfræðingum var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengi þarmabólgusjúkdóma á Íslandi 1995-2010“



Var efnið hjálplegt? Nei