Leyfisveitingar í nóvember 2010

Í nóvember voru gefin út 17 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í nóvember voru gefin út 17 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/822 – Dagmar Kristínu Hannesdóttur, sálfræðingi, Bettý Ragnarsdóttur, nema, og Dr. Urði Njarðvík, lektor við sálfræðiskor Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á félags- og vitsmunaþroska stelpna og stráka með athyglisbrest og ofvirkni“. 

2007/880 – Tómasi Guðbjartssyni, sérfræðingi í hjarta- og brjóstholsskurðlækningum á Landspítala, og Gunnari Guðmundssyni, prófessor og aðstoðaryfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Miðmætisspeglanir á Íslandi 1983-2007“. 

2010/894 – Landlæknisembættinu, Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, Gylfa Zoega, prófessor við Háskóla Íslands, Þórhildi Ólafsdóttur, sjúkraþjálfara og MS-nema í hagfræði og Guðmundi Þorgeirssyni, prófessor við Háskóla Íslandsvvar veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar ,,Tímabundnar breytingar vinnuframboðs og heilsufars".  

2010/762 – Brynjólfi Mogensen, yfirlækni og dósent, Sigrúnu Ásgeirsdóttur, deildarlækni, Tómasi Guðbjartssyni, prófessor og yfirlækni, og Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slasaðir með brjóstholsáverka árin 2000-2009, orsök og afleiðing“.  

2010/852 – Önnu Njálsdóttur, nema í sálfræði og Ludvig Guðmundssyni, yfirlækni á næringar- og offitusviði á Reykjalundi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur offitumeðferðar á Reykjalundi með eða án magahjáveituaðgerðar, 2 ára eftirfylgd“. 

2010/641 – Ludvig Á. Guðmundssyni, yfirlækni offitu- og næringarsviðs á Reykjalundi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif reglubundinnar útivistar á offitusjúklinga sem liður í endurhæfingu á Reykjalundi. Íhlutunarrannsókn til sex mánaða“.

2010/577 – Sigríður Haraldsdóttir, f.h. Landlæknis, var veitt leyfi til samkeyrslu kennitölulista við lyfjagagnagrunn Landlæknis sem embættið ber ábyrgð á sbr. 8. gr. laga nr. 41/2007, vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Árangur þverfaglegrar verkjameðferðar á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð“. 

2010/905 – Katrínu Blöndal, sérfræðingi í hjúkrun, Elínu Hafsteinsdóttur, deildarstjóra Gæðadeildar VMG, Brynju Ingadóttur, sérfræðingi í hjúkrun, Ingunni Steingrímsdóttur, hjúkrunarfræðingi sýkingarvarnardeildar LSH, Sigrúnu Rósu Steindórsdóttur, urotherapeut og Eiríki Jónssyni, yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Legginn út! (Remove that foley)“.

2010/1016 – Sigríði Gunnarsdóttur, dósent og forstöðumanni fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á verkjameðferð á skurð- og lyflækningadeildum Landspítala“.

2010/887 –  Sigurði Ólafssyni, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lifrarígræðslur á Íslandi“.  

2010/1037 – Maríu Heimisdóttur PhD, MBA, yfirlækni, Örnu Hauksdóttur PhD, á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Björg Þorsteinsdóttur, lækni og nema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá og til samkeyrslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar ,,Dauði á spítölum á Íslandi, dánarorsök og sjúkrakostnaður".  

2010/1017 – Jónínu Sigurgeirsdóttur, sérfræðingi í endurhæfingarhjúkrun, dags. 16. nóvember 2010, umvar veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á árangri meðferðar við tóbaksfíkn á endurhæfingarmiðstöðinni að Reykjalundi“.

2010/547 - Jens Kjartanssyni, yfirlækni við lýtalækningadeild LSH og klínískum prófessor við læknadeild HÍ og Hannesi Sigurjónssyni, deildarlækni á skurðlækningasviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Alvarlegir brunar á Íslandi 2005-2009“. 

2010/1049 – Ingu Þórsdóttur, forstöðumanni Rannsóknarstofu í næringarfræði, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Næring ungbarna -Framsæ langtímarannsókn á landsúrtaki“. 

2010/1059 - Sigurbjargar Rutar Hoffritz nemanda í lögfræði við Háskóla Íslands, var veittur aðgangur að gögnum hjá dómsmála -og mannréttindaráðuneytinu  vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meistararitgerð í lögfræði um náðun“.

2010/946 – Ugga Þórð Agnarssyni, sérfræðingi og dósent við Háskóla Íslands, Guðmundi Þorgeirssyni, prófessor, Ísleifi Ólafssyni, yfirlækni, Jóns V. Högnasonar, sérfræðilækni og Hafdísi Ölmu Einarsdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „BNP í Hjartabilun“. 

2010/547 - Jens Kjartanssyni, yfirlækni við lýtalækningadeild LSH og klínískum prófessor við læknadeild HÍ og Hannesi Sigurjónssyni, deildarlækni á skurðlækningasviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Alvarlegir brunar á Íslandi 2005-2009“.

Þá tók nýtt starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila gildi. Starfsleyfið gildir til 1. desember árið 2011.

 

 

 

 

 



Var efnið hjálplegt? Nei