Leyfisveitingar: 2013

Fyrirsagnalisti

19.12.2013 : Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf. til vinnslu upplýsinga um einstaklinga

Persónuvernd hefur gefið Creditinfo Lánstrausti nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um einstaklinga. Að því er skilmála varðar er vísað til reglugerðar nr. 246/2001.

13.12.2013 : Veitt leyfi og tilkynningar í október og nóvember 2013

Í október og nóvember 2013 voru samtals veitt 21 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 104 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í október og nóvember 2013 voru samtals veitt 21 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 104 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

1.10.2013 : Veitt leyfi og tilkynningar í ágúst og september 2013

Í ágúst og september 2013 voru samtals veitt 2 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 76 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í ágúst og september 2013 voru samtals veitt 2 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 76 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

3.9.2013 : Synjun á leyfi vegna rannsóknar

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun varðandi umsókn rannsakanda um leyfi til að samkeyra persónuupplýsingar sem urðu til við gerð rannsóknar á hans vegum við gögn Námsmatsstofnunar. Þar sem rannsakandi hafði ekki aflað samþykkis þátttakenda fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna, eða reynt að tryggja lögmæti vinnslunnar með öðrum hætti, taldi stofnunin að ekki væru forsendur til þess að líta svo á að lögmætar heimildir væru fyrir varðveislu gagnagrunns rannsóknarinnar. Lagt var fyrir rannsakanda að eyða öllum persónuupplýsingum um þátttakendur ef ekki fengjust upplýst samþykki fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna fyrir 1. nóvember næstkomandi.

3.9.2013 : Synjun á leyfi vegna rannsóknar - mál nr. 2013/213

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun varðandi umsókn rannsakanda um leyfi til að samkeyra persónuupplýsingar sem urðu til við gerð rannsóknar á hans vegum við gögn Námsmatsstofnunar. Þar sem rannsakandi hafði ekki aflað samþykkis þátttakenda fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna, eða reynt að tryggja lögmæti vinnslunnar með öðrum hætti, taldi stofnunin að ekki væru forsendur til þess að líta svo á að lögmætar heimildir væru fyrir varðveislu gagnagrunns rannsóknarinnar. Lagt var fyrir rannsakanda að eyða öllum persónuupplýsingum um þátttakendur ef ekki fengjust upplýst samþykki fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna fyrir 1. nóvember næstkomandi.

12.8.2013 : Veitt leyfi og tilkynningar í júní og júlí 2013

Í júní og júlí 2013 voru samtals veitt 13 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Þá voru veitt 2 leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi. Einnig bárust stofnuninni 42 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

7.6.2013 : Ákvörðun um leyfissynjun og um samþykki til áætlunar arfgerða

Hinn 28. maí 2013 tók Persónuvernd ákvörðun um að synja um útgáfu leyfis til handa Íslenskri erfðagreiningu ehf., Landspítalanum og samstarfslæknum um heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu verkefnisins „Undirbúningur að notkun raðgreiningarupplýsinga í einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu Landspítala-háskólasjúkrahúss“. Þá er í ákvörðuninni mælt fyrir um að ÍE skuli tryggja að öll vinnsla áætlaðra arfgerða sem tengdar eru tilteknum einstaklingum, þ. á m. varðveisla, grundvallist á samþykki viðkomandi einstaklinga.

6.6.2013 : Veitt leyfi og tilkynningar í maí 2013

Í maí 2013 voru samtals veitt 6 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 27 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Síða 1 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei