Fréttir

Evrópudómstóllinn staðfestir rétt manna „til að gleymast“

23.5.2014

Hinn 13. maí sl. felldi Evrópudómstóllinn dóm þar sem fallist var á kröfu manns um að niðurstöðu á leitarsíðu Google skyldi eytt. Dómurinn hefur ekki í för með sér að sjálfu efninu, sem laut að manninum, skyldi eyða heldur aðeins leitarniðurstöðunni sjálfri.

Spánverjinn Mario Costeja González höfðaði mál fyrir Evrópudómstólnum gegn Google þar sem hann fór fram á að upplýsingar sem tengdust fjárnámi hans yrðu fjarlægðar. Hinn 13. maí sl. felldi Evrópudómstóllinn dóm þar sem fallist var á kröfu manns um að niðurstöðu á leitarsíðu Google skyldi eytt. Dómurinn hefur ekki í för með sér að sjálfu efninu, sem laut að manninum, skyldi eyða heldur aðeins leitarniðurstöðunni sjálfri. Í dómnum kemur fram að það hvort upplýsingum skuli eytt fari eftir mati á hagsmunum af annars vegar því að leitarniðurstaðan sé aðgengileg og hins vegar hagsmunum viðkomandi einstaklings af að svo sé ekki. Varð niðurstaðan sú að hagsmunir einstaklingsins vægju þyngra eins og hér háttaði til. Þessi niðurstaða byggist á ákvæðum í evrópsku persónuverndartilskipuninunni nr. 95/46/EB og er litið til þess að Google hefur starfsstöðvar innan ESB, í þessu tilviki á Spáni, og ber samkvæmt því að virða ákvæði laga í einstökum aðildarríkjum sem sett eru á grundvelli tilskipunarinnar.


Umfjöllun um dóminn má sjá á heimasíðu Evrópudómstólsins.



Var efnið hjálplegt? Nei