Úrlausnir

Lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagreiningar ehf.

5.1.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í þremur málum varðandi öflun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin var þátttaka í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins á sviði mannerfðafræði.

Persónuvernd hefur úrskurðað í þremur málum varðandi öflun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin var þátttaka í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins á sviði mannerfðafræði.

Í máli nr. 2014/796 er niðurstaða Persónuverndar sú að ákvæði 28. gr. laga nr. 77/2000 hafi ekki átt við um umrædda lífsýnasöfnun. Því hafi vinnsla persónuupplýsinga um kvartanda samrýmst lögum nr. 77/2000.

Í máli nr. 2014/882 er niðurstaða Persónuverndar sú að það falli ekki innan valdsviðs stofnunarinnar að meta hvort unnið sé í samræmi við vísindasiðfræðileg sjónarmið, heldur falli það í hlut vísindasiðanefndar. Þá hafi ÍE ekki verið skylt að bera saman úrsagnaskrá úr gagnagrunni á heilbrigðissviði við nafnalista sem notaður var við umrædda lífsýnasöfnun. Þá var þeim hluta kvörtunar sem laut að samþykki forráðamanns ólögráða einstaklings vísað frá þar sem ekki var talið að kvartandi hefði lögmæta hagsmuni af úrlausn um það atriði.

Í máli nr. 2014/992 er niðurstaða Persónuverndar sú að kvartendum í málinu hafi ekki verið veittur nægur tími til að kynna sér samþykkisgögn sem þeim voru send vegna umræddrar lífsýnasöfnunar, auk þess sem veitingu fræðslu um hvar leita mætti sér nánari upplýsinga hafi verið ábótavant.

 



Var efnið hjálplegt? Nei