Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Tæknibylting - er von fyrir persónuvernd? - 28.1.2017

Í dag er hinn evrópski persónuverndardagur. Af því tilefni ritaði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, grein í Morgunblaðið þar sem vakin er athygli á stöðu persónuverndarmála í miðri tæknibyltingu upplýsingasamfélagsins. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 28. janúar 2017.
Lesa meira

Leikföng sem tengjast Netinu brjóta gegn réttindum barna - 20.12.2016

Norska neytendastofnunin (n. Forbrukerrådet) tók nýverið til skoðunar notendaskilmála og tæknilega eiginleika tiltekinna leikfanga sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast Netinu (e. Internet-connected toys). Niðurstaða stofnunarinnar var sú að leikföngin uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd.
Lesa meira

Álit um skrár landlæknis - 25.11.2016

Persónuvernd hefur veitt álit í máli af tilefni kröfu Embættis landlæknis um að sjálfstætt starfandi sérfræðingar sendi því upplýsingar um sjúklinga sína til skráningar í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Í álitinu er meðal annars lýst þeirri afstöðu að tilefni kunni að vera til að fara yfir löggjöf um persónugreinanlegar skrár embættisins. Þá segir að í því sambandi megi skoða hvort ástæða sé til að lögfesta sérstakan andmælarétt í tengslum við skrárnar, sem og hversu víðtækur hann skuli þá vera, þ. á m. til hvaða upplýsinga og skráa hann taki.
Lesa meira

Uppfletting í sjúkraskrá - 11.11.2016

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í máli vegna uppflettinga læknis á Landspítala í sjúkraskrá fyrrverandi eiginkonu sinnar. Kemst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að í málinu standi orð gegn orði og henni séu ekki búin úrræði að lögum til að rannsaka málið frekar. Hins vegar er lagt fyrir Landspítalann að setja sér verklagsreglur um aðgang heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskrám þeirra sem eru eða hafa verið nánir aðstandendur starfsmanns.
Lesa meira